Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 12615 svör fundust

Hver er munurinn á prósentum og prósentustigum?

Hugtakið prósentustig (e. percentage point) er notað til að tákna einn hundraðasta eða eitt prósent. Það er einungis notað þegar talað er um breytingu á prósentu. Þess vegna er ekki sagt að vextir séu til dæmis sjö prósentustig, heldur sjö prósent. Ef það ætti að hækka eða lækka vextina þá væri hugtakið prósentust...

Nánar

Standa þingmenn í eldamennsku þegar eldhúsdagsumræður fara fram?

Orðið eldhúsdagur hefur fleiri en eina merkingu. Það getur í fyrsta lagi merkt ‘annadagur í eldhúsi’ og er þá átt við að mikið sé um að vera, til dæmis í sláturtíðinni þegar unnið er við að sauma vambir, brytja mör og svo framvegis. Í öðru lagi var áður fyrr talað um að halda sér eldhúsdag um að gera sér glaðan da...

Nánar

Hvað þýðir að vera á kojufylliríi?

Orðið koja er notað um tvö rúm þar sem annað er yfir hinu. Stundum eru rúmin þó þrjú, sjaldan fleiri. Upphaflega voru kojur fyrst og fremst notaðar á skipum til þess að nýta plássið sem best. Talað var um að fara í koju í merkingunni ‘fara að sofa’ og orðið kojuvakt er á sjómannamáli notað um svefntíma skipverja á...

Nánar

Hvers konar brandarar eru „fimmaurabrandarar“?

Orðið brandari er upphaflega tökuorð úr dönsku brander. Dæmi eru um orðið í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá því snemma á 20. öld. Dæmi um fimmaurabrandara í merkingunni ‛aulafyndni, léleg fyndni’ finnast í safninu og eins á timarit.is frá miðri 20. öld. Á þeim tíma höfðu fimm aurar, eða fimmeyringurinn,...

Nánar

Hvað eru stóru brandajól?

Talað er um brandajól þegar jól falla þannig á vikudaga að margir helgi- og frídagar lenda í röð. Nákvæm skilgreining á stóru og litlu brandajólum hefur lengi verið á reiki og var það þegar á 18. öld. Elsta heimild sem til er um brandajól er rituð af Árna Magnússyni um 1700: Brandajól kalla gamlir menn á Íslandi ...

Nánar

Hver er uppruni íslenska tungumálsins?

Íslenska tilheyrir þeirri grein indóevrópska frummálsins sem nefnd er germanska. Germanska greinist snemma í þrjár undirættir: Til austurgermönsku telst aðeins eitt mál, gotneska, sem talað var af hinum forna þjóðflokki Gotum en er nú útdautt. Heimildir um það eru varðveittar í þýðingu Úlfílasar biskups á B...

Nánar

Hversu margar konur missa fóstur að meðaltali á ári á Íslandi?

Það kallast fósturlát þegar fóstur deyr áður en það hefur náð nægilegum þroska til þess að geta lifað sjálfstætt. Venjulega er talað um fóstur þegar meðgangan hefur ekki náð 22 vikum eða ef fóstrið er léttara en 500 g. Algengast er að fósturlát verði á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar og er það venjulega kallað sn...

Nánar

Hvaða skefjar eru þetta í orðinu skefjalaust?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaða skefjar er átt við þegar eitthvað er skefjalaust og af hverju er orðið aðeins haft í fleirtölu? Orðið skefjar er fleirtöluorð eins og ýmis önnur, til dæmis refjar (vilja mat sinn og engar refjar). Skefjar merkir ‘hörð meðferð; (fast) aðhald, takmörkun; rifrildi; móðganir...

Nánar

Hver eru fimm útbreiddustu tungumálin?

Samkvæmt upplýsingum frá Worldatlas.com eru tíu útbreiddustu tungumálin þessi, sé miðað við fjölda þeirra sem eiga þau að móðurmáli:Mandarínska (kínverska) 874 milljónirHindí 366 milljónirEnska 341 milljónSpænska 323 milljónirBengalí 207 milljónirPortúgalska 176 milljónirRússneska 167 milljónirJapanska 125 milljón...

Nánar

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í apríl 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör aprílmánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Geta dýr gert konur óléttar? Hver er uppruni og merking páskaeggsins? Tengjast mótorhjólaklúbbar eins og Hells Angels vafasamri starfsemi eins og margir halda fram? Hvers vegna er hjátrú kringum föstudagin...

Nánar

Hvað er framlegð?

Framlegð er notuð yfir tekjur að frádregnum breytilegum kostnaði. Með breytilegum kostnaði er átt við kostnað sem breytist með framleiddu magni (ef um framleiðslufyrirtæki er að ræða) eða seldu magni (ef um dreifingaraðila er að ræða). Sem dæmi má nefna smásala sem kaupir vöru af heildsala á 80 krónur. Gerum ráð f...

Nánar

Er einhver munur á táknmáli og fingramáli?

Saga íslenska táknmálsins hefur ekki verið rannsökuð sérstaklega og ekkert er hægt að staðhæfa um hvenær farið var að nota orðið táknmál um mál heyrnarlausra. Hugtakið fingramál hefur verið notað um fingrastöfun en þá eru bókstafir táknaðir með fingrahreyfingum og orð þannig stöfuð. Í dag er þó oftast talað um fi...

Nánar

Hvaða svör voru mest lesin í 14. viku ársins 2016 á Vísindavefnum?

Það er fróðlegt að skoða hvaða svör á Vísindavefnum voru mest lesin í þessari viku, það er 14. viku ársins 2016: Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það? Hvaða áhrif hefur þingrof? Hvað er átt við þegar talað er um aflandseyjar í tengslum við fjármálastarfsemi? Er þetta nýtt orð...

Nánar

Hver voru vinsælustu svörin á Vísindavefnum í mars 2019?

Í marsmánuði 2019 birtust 32 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir höfðu áhuga á að lesa um muninn á 25 og 40 ára láni en svör um kolvetni, heila siðblindingja, græna herbe...

Nánar

Fleiri niðurstöður